henda útlendingum úr landi eða ekki
30.11.2008 | 20:57
Ég skrifaði umsögn vegna frétta á mbl vegna máls 2 útlendinga sem hafa verið hér í 4 ár og dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir um að þeir eigi að fá bráðabirgðaleyfi sem mér finnst vera algert bull og hefði átt að reka þá úr landi. Ég fékk eina athugasemd frá manni sem fanst ég vera harðbrjósta við þessa menn og að allir ættu rétt að sómasamlegu lífi hér á jörð. 'eg tek heilshugar undir þaug orð hans en það má ekki gleyma því að það er fjöldi fólks á vergangi um heiminn að leita að betra lífi. og ef viðkomandi telur sig geta fundið það hér á landi er hann velkominn.
Það má ekki skilja það svo að ég sé á móti þessum 2 mönnum af því að þeir eru útlendingar. Ég vil að farið sé eftir reglum um veitingu dvalarleyfa. Ef þessir menn hefðu getað framvísað þeim skjölum sem krafist er hefði Útlendingastofnun verið búinn að taka efnislega ákvörðun um hvort þeir eigi rétt á dvalarleyfi eða ekki,
snúum málinu örlítið við og setjum upp dæmi. Hingað til lands koma 2 menn frá Írak og óska hælis, þeir geta ekki framvísað tilskildum pappírum en starfsmenn hjá útlendingastofnun horfa framhjá því af því þeir koma svo vel fyrir. Þeir koma inn í landi og svo brítur annar afsér á alvarlegan hátt drepur eða nauðgar. þá kemur kannsi í ljós að viðkomandi á sögu um svona atburði og hafi verið á flótta undan réttvísinni Hvað gerist þá
Þá fyllast bloggheimar og fjölmiðlar of ráðist verður á Útlendingastofnun fyrir að líta framhjá reglunum . Það eru settar reglur og það eiga allir að fara eftir þeim og það þarf ekki að leggja höfuðið mikið í bleiti til að rifja upp mál þar sem fjölmiðlar og almenningur hefur hneykslast á yfirvaldinu sem hefur hleyft fólki inn í landið sem komur svo í ljós að eru stórglæpamenn
Það er til máltæki sem segir birgjum brunninn áður en barnið dettur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.